Þjónusta

13 Mótorsport býður uppá alls kyns þjónustu varðandi aksturseiginleika, hönnun og styrkútreikninga á keppnis og götubílum:

 • Hönnun á grindum og veltibúrum
  • Með því að hanna grindur og veltibúr í tölvu og styrkgreina með eininga aðferðinni (FEM) er hægt að fá sterkari og léttari grindur sem þola það álag sem æltast er til af þeim.
 • Hönnun og stillingu á fjöðrunarkerfum
  • Hönnun á fjöðrunarörmum svo hjól bílsins hreyfist eins og best verður á kosið miðað við notkun hans
  • Útreikingar á gormstífni, jafnvægistöngum og dempun miðað við þyngd, þyngdardreifingu og massafærslu er lykilatriði þegar kemur að því að ná jafnvægi á stýriseiginleika bíla. Með þessu er hægt að láta bílinn hvorki undirstýra né yfirstýra og þá fer hann hraðar gegnum brautina.
  • Hjólastilling á fjöldaframleiddum bílum er ekki endilega sú besta fyrir kappakstur. Og hjólastilling fyrir drift hentar líklega ekki vel í Auto X. Hvernig hjólin snerta brautina skiftir öllu máli þegar kemur að gripi og hversu hratt er hægt að fara í gegnum beygjur.
 • Hönnun 0g stillingu á stýrisgangi
  • Eins og með hjólastillingu þá er Ackermanhorn venjulegra bíla ekki endilega gott í kappakstur, og þá skiptir líka máli í hvers konar keppnir á að nota bílinn.
 • Tölvuhermun á stýris -og fjöðrunareiginleikum
  • Með því að mæla bílinn upp og módela hann í hermiforritum í tölvu er hægt að skoða allt hér fyrir ofan og breyta því í tölvunni og finna þannig út bestu stillingar fyrir noktun bílsins. Með því að nota tölvuhermun er hægt að ákveða allt í tölvunni áður en nokkuð er átt við bílinn. Þá næst besta niðurstaða yfirleitt mjög fljótt eftir að byrjað er að stilla bílinn. Með þessu móti má líka velja íhluti án þess að kaupa þá.
 • Styrkútreiknun á íhlutum
  • Hönnun á íhlutun í tölvu gerir það að verkum að hægt er að láta CNC fræsa eða skera hlutina. Það styttir smíðatíma og eykur nákvæmni. Þá er einnig hægt að styrkgreina þá í tölvu áður en þeir eru smíðaðir og koma í veg fyrir að gefi sig þegar mest á reynir.